Theodóra Thoroddsen

1. júlí 1863 - 23. febrúar 1954

Theodóra Thoroddsen (1863–1954) var skáld og kvenréttindakona.Theodora_Thorodddsen

Hún fæddist í Dölunum og var dóttir Guðmundar Einarssonar og Katrínar Ólafsdóttur Sívertsen.

Hún útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1879 og giftist Skúla Thoroddsen árið 1884.

Þulur eftir hana voru fyrst gefnar út árið 1916 en ýmis kvæði, sögur og stökur höfðu verið birtar annars staðar, eins og til dæmis í Mánaðarriti Lestrarfélags kvenna í Reykjavík. En hún sat jafnframt um tíma í stjórn Lestrarfélagsins.

Hún tók virkan þátt í kvenréttindabaráttu á Íslandi og var í 4. sæti á Kvennalistanum sem bauð fram til Alþingis árið 1922.

Ítarefni:

Einkaskjöl Theodóru Thoroddsen eru varðveitt á handritasafni.

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010