Rannveig Þorsteinsdóttir

6. júlí 1904 - 18. janúar 1987

Rannveig Þorsteinsdóttir (1904–1987) var kosin á þing 1949. Það var í fyrsta skipti sem tvær konur sátu á alþingi á sama tíma.

Rannveig var fyrst íslenskra kvenna sem fékk rétt til þess að flytja mál fyrir Hæstarétti.Rannveig Þorsteinsdóttir

Hún var mörg ár í stjórn Ungmennafélags Íslands og var virk í félagi íslenskra háskólakvenna.

Rannveig er  heiðursfélagi í  Lögmannafélagi Íslands og Kvenfélagasambandi Íslands.

Hún starfaði um tíma með Kvenréttindafélagi Íslands.

Í viðtali við 19. júní sem tekið var í tilefni þess að hún varð hæstaréttarlögmaður lét hún þessi orð falla:

„Konur eiga nú að mörgu leyti hægra um vik en áður. Og íslenzkar konur eru að mínum dómi búnar þeim hæfileikum, að, þær geta, ef þær óska, sótt fram í fremstu raðir við hlið karlmanna.“

Valborg Bentsdóttir „Kona í hæstarétti“, 19. júní, 19. júní 1959 bls. 30-31.

Ítarefni:

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010