Ólafía Jóhannsdóttir

22. október 1863 - 21. júní 1924

ólafíaÓlafía Jóhannsdóttir (1863–1924) einn af stofnendum Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895. Hún barðist fyrir stofnun Háskóla Íslands. Hún var fulltrúi kvenna á Þingvallafundinum 1895.

Þar var henni ætlað að ræða fjögur mál: kvenréttindamálið, háskólamálið, stjórnarskrármálið og bindindismálið.

Ólafía ritstýrði tímaritinu Framsókn á árunum 1899–1901 (ásamt Jarþrúði Ólafsdóttur) en einnig barnablaðinu Æskunni árið 1899 og Ársriti hins íslenska kvenfélags árin 1895 til 1897 og 1899.

Ólafía var jafnframt fyrsta íslenska konan til að gefa út sjálfsævisögu árið 1925.

Ítarefni:

  • Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Ólafía Jóhannsdóttir: ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttir. (Reykjavík: JPV útgáfa 2006)
  • Ólafía Jóhannsdóttir, Frá myrkri til ljóss: æfisaga. (Akureyri: Athur Gook 1925)
  • Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, „Fyrstu íslensku súffragetturnar“, Alþýðublaðið 11.mars 1997
  • Wikipedia

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010