Framsókn

framsóknÚtgáfa Framsóknar (1895-1901) hófst í janúar á Seyðisfirði og var gefið út þaðan á árunum 1895-1899. Ritstjórar blaðsins voru Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir. Samkvæmt fyrsta tölublaði var aðaltilgangur blaðsins að:

„hlynna að menntun og sjálfstæði íslenzkra kvenna, og að undirbúa þær til að girnast og nota þau réttindi er aldirnar kunna þeim að geyma.“

Blaðið var síðan selt til Reykjavíkur og ritstýrt af Jarþrúði Jónsdóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur 1899-1901.

Framsókn var fyrsta blaðið á Íslandi sem fjallaði um stöðu og réttindi kvenna.

Ítarefni: