Sigurlaug Bjarnadóttir

4.júlí 1926

Sigurlaug Bjarnadóttir (f. 1926) var kosin á þing 1974.Sigurlaug Bjarnadóttir

Hún hefur auk þess starfað sem kennari, blaðamaður og borgarfulltrúi.

Sigurlaug hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum í félagssamtökum, til að mynda sem  formaður Æðarræktarfélags Íslands og sem formaður Félags frönskukennara á Íslandi.

Meðal þeirra mála sem hún barðist fyrir á þingi var  frumvarp sem hún lagði fram árið 1965 (með Ragnhildi Helgadóttur) sem tryggði að konur, sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar, nytu atvinnuleysisbóta í 90 daga.

Á Kvennafrídaginn 24. október 1975 flutti hún: „Alþingismannahvatningu“ ásamt Svövu Jakobsdóttur.

Þar sagði Sigurlaug meðal annars:

„Þrjár konur af 60 kjörnum fulltrúum á Alþingi. Það er staðreynd, sem ekki er til að státa af og hlýtur að vera okkur áminning um, að við höfum ekki notað sem skyldi þann rétt, sem við hlutum fyrir meira en hálfri öld, og kostað hafði harða baráttu hugumstórra hugsjónakvenna – og karla fyrir málstað okkar.“

-Ávarpið má lesa á vef Kvennasögusafnsins hér.

 Ítarefni:

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010