Kristín Eggertsdóttir

21. apríl 1877 - 27. febrúar 1924

Kristín Eggertsdóttir (1877–1924) var fyrsta konan sem kosin var í bæjarstjórn á Akureyri.Kristín Eggertsdóttir

Hún var menntuð úr Kvennaskólanum á Laugalandi og var við nám í Noregi árið 1905–1907.

Kristín starfaði um tíma við kennslu og varð síðan forstöðukona Sjúkrahússins á Akureyri árið 1907.

Kristín var kosin í bæjarstjórn Akureyrar árið 1911 af sérstökum kvennalista.

Listinn hlaut 17% atkvæða og sat Kristín í bæjarstjórn í þrjú ár. Í bæjarstjórnartíð sinni sat hún í kjörstjórn, skólanefnd og fátækranefnd.

Eftir að hafa verið í bæjarstjórn snéri hún sér að því að reka greiðasölu. Árin 1913–1914 var hún í Englandi og Danmörku og eftir það rak hún hótel á Oddeyri.

Hún tók virkan þátt í kvenfélaginu Hlíf og gaf fé til að styrkja konur til náms.

Ítarefni:

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010