Halldóra Bjarnadóttir

Halldóra Bjarnadóttir (1873–1981) kennari og skólastjóri á Akureyri, ritstjóri Hlínar og mikilvirk  í félagsstarfi norðlenskra kvenna.

Mynd af vef Kvennasögusafnsins
Mynd af vef Kvennasögusafnsins.

Halldóra leiddi framboðslista kvenna við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri árið 1921 og náði kjöri.

Halldóra átti sæti á Kvennalistanum sem bauð fram til alþingis 1922.

Ítarefni:

  • Kvennasögusafn
  • Halldóra Bjarnadóttir: ævisaga, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skrásetti. (Reykjavík: Setberg 1960)
  • Wikipedia

Á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi er ein deild tileinkuð Halldóru. Hér má lesa um hana: http://textile.is/halldorustofa/

Þorbjörg Sveinsdóttir

þorbjörgÞorbjörg Sveinsdóttir (1827–1903) ljósmóðir og kvenréttindakona. Hún útskrifaðist úr ljósmóðurnámi í Kaupmannahöfn árið 1856. Hún starfaði eftir það sem ljósmóðir í Reykjavík til ársins 1902.

Þorbjörg stofnaði Hvítabandið árið 1895 og árið 1897 varð Þorbjörg formaður  Hins íslenska kvenfélags.

Þorbjörg var ógift og barnlaus en tók að sér systurdóttur sína Ólafíu Jóhannsdóttur.

Ítarefni:

Ásta Kristín Árnadóttir

ástaÁsta Árnadóttir (1883–1955) lauk iðnmeistaraprófi í Þýskalandi, fyrst Íslendinga árið 1909. Ásta var jafnframt fyrsta íslenska konan sem lauk iðnnámi.

Ásta hóf sitt málaranám árið 1903 hjá Berthelsen málara í Reykjavík. Stuttu síðar fór hún til Danmerkur og þaðan lauk hún sveinsprófi þann 5. apríl 1907, fyrst kvenna.

Eftir það hóf hún nám í Hamborg Þýskalandi og lauk þaðan meistaraprófi árið 1909.

Árið 1913 gekk Ásta í Kvenréttindafélag Íslands og var seinna sama ár kosin ritari félagsins.

Seinna fluttist hún til Bandaríkjanna og síðustu æviárin sín tók hún upp listmálun og málaði landslags- og portrettmyndir.

Um ástæðu þess að hún hóf málaranám og viðbrögð samferðamanna sinna sagði hún í viðtali við Eimreiðina 1911:

Fyrst datt mér í hug að verða sjómaður. Mínir aflgóðu útlimir og ágæta sjón hefði sjálfsagt gert mig hæfa til þess. En af tilviljun kyntist ég málaraiðninni og fékk meiri og meiri löngun til að verða málari. Og svo réðst ég í málaranám hjá Berthelsen málara í Reykjavík 1. marz 1903, þó allir hæddu mig og göbbuðu fyrir vikið“.

Ítarefni:

Guðrún Björnsdóttir

guðrún BjörsndóttirGuðrún Björnsdóttir (1853–1936) var félagi í og einn af stofnendum Kvenréttindafélags Íslands þegar hún var kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908.

Hún starfaði um árabil við mjólkursölu og skrifaði greinar í blöð um mál tengt sölunni, hreinlæti og annað.
Hún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908-1914.

Ítarefni:

Þórunn Jónassen

Þórunn Jónassen

Þórunn Jónassen (1850–1922) var formaður Thorvaldsensfélagsins þegar hún var kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908.

Þórunn fór eftir fermingu til Kaupmannahafnar og var við nám í skóla frökenar Nathalie Zahle.

Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur giftist hún hún Jónasi Jónassen lækni árið 1871.

Hún var kjörin formaður Thorvaldsensfélagsins þegar það var stofnað var árið 1875. Hún var ritari Landspítalasjóðanefndinni og sat í bæjarstjórn Reykjavíkur árin 1908–1910.

Ítarefni:

Katrín Skúladóttir Magnússon

Katrín Skúladóttir Magnússon

Katrín (Sigríður) Skúladóttir Magnússon (1858-1932) var formaður Hins íslenska kvenfélags þegar hún var kjörin í bæjastjórn Reykjavíkur árið 1908.

Hún tók við formennsku félagsins eftir andlát Þorbjargar Sveinsdóttur árið 1903 og gegndi formennskunni til ársins 1924.  Árið 1917 tók hún þátt í stofnun Bandalags kvenna og sat í fyrstu stjórn félagsins. Hún var virk í Thorvaldsensfélaginu, sat lengi í stjórn þess og var kjörin heiðursfélagi árið 1929. Hún tók þátt í söfnun fjár til byggingar Landspítalans. Hún hafði brennandi áhuga á menntun kvenna og sat um tíma í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík.

Hún var meðal þeirra fjögurra kvenna sem tóku sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908 og sinnti því starfi til ársins 1916. Á þeim tíma starfaði hún meðal annars í fátækranefnd bæjarins.

Ítarefni:

Valdimar Ásmundsson

Valdimar Ásmundson (1852–1902) var ritstjóri og stofnandi Fjallkonunar. Hann giftist Bríeti Bjarnhéðinsdóttur árið 1888.

valdimar ásmundsson

Hann studdi kvenréttindi og birti margar greinar í Fjallkonunni um þau mál. Árið 1885 skrifaði hann til að mynda greinina „Kvenfrelsi“ þar sem segir meðal annars:

„…hefir alþingi með lögum um kosningarétt kvenna, dags. 12. maí 1882, þar sem sjálfstæðum konum er veittr kosningaréttr í sveitamálum og kyrkjumálum, orðið á undan öllum nágrannaþjóðum vorum, og benda nú einkum Norðmenn á dæmi Íslendinga í þessu atriði og hvetja til að breyta eftir því. Vér ættum því síðr að láta hér við staðar nema“.

Ítarefni:

  • Matthías Viðar Sæmundsson, Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey: Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar. (Reykjavík: JPV 2004)
  • Wikipedia

Carrie Chapman Catt

Carrie Chapman CattCarrie Chapman Catt (1859–1947) var bandarísk kvenréttindakona. Hún stofnaði International Woman Suffrage Alliance (IWSA) (ísl. Alþjóðakosningaréttarsamtök kvenna) í Washington árið 1904. Árið 1906 bauð hún Bríeti Bjarnhéðinsdóttur að koma á þing samtakanna í Kaupmannahöfn. Á þinginu hélt Bríet erindi um réttindi og stöðu kvenna á Íslandi. Í kjölfarið stofnaði Bríet Kvenréttindafélag Íslands.

Lýsing Bríetar á Catt í Kvennablaðinu 27. nóvember 1906:

„Hún skýrir málið svo ljóslega og rökstyður svo að ekki verður í móti mælt. Öll framkoma hennar er svo prúð og kvenleg, að hún vinnur málinu, ef til vill, eins mikið gagn með henni og ræðum sínum. Hún talar hátt og snjalt og alvarlega, en hefir þó jafnan ýmsa fyndni á reiðum höndum, sem gerir ræðuna léttari og skemtilegri. Sem fundarstjóri er hún svo óhlutdræg, að sagt var í sumar, að hún væri eins og réttlætisgyðjan, nema að því eina leyti, að hún væri ekki blind.“

Ítarefni:

Skúli Thoroddsen

Skúli Thoroddsen (1859–1916) var alþingismaður, ritstjóri og blaðaútgefandi.

Mynd af alþingi.is
Mynd af alþingi.is

Hann var ötull baráttumaður fyrir réttindum kvenna. Bæði sem ritstjóri Þjóðviljans og sem alþingismaður.

Skúli lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1879 og lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1884.

Hann starfaði sem sýslumaður, málflutningsmaður og bæjarfógeti um árabil.

Hann var ritstjóri Þjóðviljans frá árinu 1886. Í áttundu grein stefnuskrár blaðsins segir:

„Rétt finnst oss, að karlar og konur séu jafnt sett að lögum“

og í ritstjórnartíð hans birtust í blaðinu margar greinar um kvenréttindamál.

Árið 1884 giftist hann skáldinu og kvenréttindakonunni Theodóru Thoroddsen.

Meðal þeirra frumvarpa sem hann lagði fram á alþingi voru mál um fjárráð giftra kvenna, kjörgengi kvenna sem höfðu þá þegar fengið kosningarétt til sveitastjórna og rétt kvenna til menntunar og embætta.

Ítarefni:

Páll Briem

Páll Briem (1856–1904) sýslumaður, amtmaður, alþingismaður og bankastjóri.

Hann var fylgismaður kvenréttinda og hélt fyrirlestur 1885 sem hét: Um frelsi og menntun kvenna: sögulegur fyrirlestur.

Þar segir meðal annars:

Páll Briem. Mynd af althingi.is
Páll Briem. Mynd af althingi.is

Þegar jeg tala um baráttuna fyrir frelsi kvenna, þá á jeg eigi við baráttu til þes að losa kvennfólk undan kúgun og þrældómi- mjer virðist að slíkt eigi sjer hvergi stað í menntuðum löndum – heldur tala jeg um baráttuna fyrir því, að kvennmenn fái rjettindi, fái vald. …Nátengt frelsi kvenna er menntun þeirra, því að það, sem kvennfrelsismenn æskja einna mest, er, að kvennmenn fái rjett til að geta náð menntun jafnt við karlmenn, og þá enn fremur fengið ýmsar stöður sem jafn menntaðir karlmenn geta fengið…

Ítarefni: