Sigurlaug Gunnarsdóttir

SigurlaugSigurlaug Gunnarsdóttir (1828–1905) var stofnandi fyrsta kvenfélags á Íslandi. Saumakona og ljósmóðir. Hún beitti sér ásamt öðrum fyrir því að kvennaskóli hóf störf í Skagafirði árið 1877 og var hann fyrstu árin til húsa á heimili hennar að Ási.

Sigurlaug var jafnframt fyrst íslensk kvenna til að sauma skautbúning eftir teikningu Sigurðar Guðmundssonar málara

Ítarefni:

Natalie Zahle

Natalie ZahleNatalie Zahle (1827–1913) skólastjóri og menntafrömuður. Hún stofnaði virtan skóla fyrir stúlkur í  Kaupmannahöfn árið 1851 og mörg útibú frá honum næstu árin. Margir af fremstu femínistum Norðurlanda menntuðust í  skólum hennar. Þar á meðal nokkrar íslenskar konur, Elín Briem og Þórunn Jónassen.

Ítarefni:

Mary Wollstonecraft

CTB232268Mary Wollstonecraft (1759–1797) breskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Árið 1792 kom út eftir hana bókin A Vindication of the Rights of Woman: with Strictures on Political and Moral Subjects. Þar heldur hún því fram að það sé nauðsynlegt hverri þjóð að konur fái sömu menntun og karlmenn því þær sjái um uppeldi barnanna og því þá geti þær orðið félagar eiginmanna sinna en ekki bara eiginkonur. Þannig myndi hagur og staða konunnar í samfélaginu batna, sem þær ættu skilið enda ættu þær að njóta sömu grundvallarréttinda og karlmenn.

Ítarefni:

Sigríður Þorsteinsdóttir

sigríður þorsteinsdóttirSigríður Þorsteinsdóttir (1841–1924) stofnaði, ritstýrði og gaf út blaðið Framsókn mánaðarlega ásamt dóttur sinni Ingibjörgu Skaptadóttur árin 1895–1899. Blaðið lagði mikla áherslu á kvenfrelsismál og eins og sagt var frá strax í fyrsta tölublaði:

Aðaltilgangur Framsóknar er sá, að hlynna að menntun og sjálfstæði íslenzkra kvenna, og að undirbúa þær til að girnast og nota þau réttindi er aldirnar kunna þeim að geyma“.

Framsókn 8. janúar 1895, bls.1

Ítarefni:

Þorbjörg Sveinsdóttir

þorbjörgÞorbjörg Sveinsdóttir (1827–1903) ljósmóðir og kvenréttindakona. Hún útskrifaðist úr ljósmóðurnámi í Kaupmannahöfn árið 1856. Hún starfaði eftir það sem ljósmóðir í Reykjavík til ársins 1902.

Þorbjörg stofnaði Hvítabandið árið 1895 og árið 1897 varð Þorbjörg formaður  Hins íslenska kvenfélags.

Þorbjörg var ógift og barnlaus en tók að sér systurdóttur sína Ólafíu Jóhannsdóttur.

Ítarefni:

Ásta Kristín Árnadóttir

ástaÁsta Árnadóttir (1883–1955) lauk iðnmeistaraprófi í Þýskalandi, fyrst Íslendinga árið 1909. Ásta var jafnframt fyrsta íslenska konan sem lauk iðnnámi.

Ásta hóf sitt málaranám árið 1903 hjá Berthelsen málara í Reykjavík. Stuttu síðar fór hún til Danmerkur og þaðan lauk hún sveinsprófi þann 5. apríl 1907, fyrst kvenna.

Eftir það hóf hún nám í Hamborg Þýskalandi og lauk þaðan meistaraprófi árið 1909.

Árið 1913 gekk Ásta í Kvenréttindafélag Íslands og var seinna sama ár kosin ritari félagsins.

Seinna fluttist hún til Bandaríkjanna og síðustu æviárin sín tók hún upp listmálun og málaði landslags- og portrettmyndir.

Um ástæðu þess að hún hóf málaranám og viðbrögð samferðamanna sinna sagði hún í viðtali við Eimreiðina 1911:

Fyrst datt mér í hug að verða sjómaður. Mínir aflgóðu útlimir og ágæta sjón hefði sjálfsagt gert mig hæfa til þess. En af tilviljun kyntist ég málaraiðninni og fékk meiri og meiri löngun til að verða málari. Og svo réðst ég í málaranám hjá Berthelsen málara í Reykjavík 1. marz 1903, þó allir hæddu mig og göbbuðu fyrir vikið“.

Ítarefni:

Guðrún Björnsdóttir

guðrún BjörsndóttirGuðrún Björnsdóttir (1853–1936) var félagi í og einn af stofnendum Kvenréttindafélags Íslands þegar hún var kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908.

Hún starfaði um árabil við mjólkursölu og skrifaði greinar í blöð um mál tengt sölunni, hreinlæti og annað.
Hún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908-1914.

Ítarefni:

Þórunn Jónassen

Þórunn Jónassen

Þórunn Jónassen (1850–1922) var formaður Thorvaldsensfélagsins þegar hún var kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908.

Þórunn fór eftir fermingu til Kaupmannahafnar og var við nám í skóla frökenar Nathalie Zahle.

Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur giftist hún hún Jónasi Jónassen lækni árið 1871.

Hún var kjörin formaður Thorvaldsensfélagsins þegar það var stofnað var árið 1875. Hún var ritari Landspítalasjóðanefndinni og sat í bæjarstjórn Reykjavíkur árin 1908–1910.

Ítarefni:

Katrín Skúladóttir Magnússon

Katrín Skúladóttir Magnússon

Katrín (Sigríður) Skúladóttir Magnússon (1858-1932) var formaður Hins íslenska kvenfélags þegar hún var kjörin í bæjastjórn Reykjavíkur árið 1908.

Hún tók við formennsku félagsins eftir andlát Þorbjargar Sveinsdóttur árið 1903 og gegndi formennskunni til ársins 1924.  Árið 1917 tók hún þátt í stofnun Bandalags kvenna og sat í fyrstu stjórn félagsins. Hún var virk í Thorvaldsensfélaginu, sat lengi í stjórn þess og var kjörin heiðursfélagi árið 1929. Hún tók þátt í söfnun fjár til byggingar Landspítalans. Hún hafði brennandi áhuga á menntun kvenna og sat um tíma í skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík.

Hún var meðal þeirra fjögurra kvenna sem tóku sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur árið 1908 og sinnti því starfi til ársins 1916. Á þeim tíma starfaði hún meðal annars í fátækranefnd bæjarins.

Ítarefni:

Torfhildur Hólm

Torfhildur Hólm (1845–1918) rithöfundur og útgefandi. Hún var fyrsti rithöfundur á Íslandi til að skrifa sögulega skáldsögu og hún var fyrsta íslenska konan sem skrifaði skáldsögu.

Ljósm: Þjóðminjasafn Íslands
Ljósmynd: Þjóðminjasafn Íslands

Hún gaf út tímaritið Draupni á árunum 1891-1908. Það er fyrsta blaðið á Íslandi sem var ritstýrt af konu.

Ítarefni: