Katrín Thoroddsen

Katrín Thoroddsen (1896–1970) læknir og alþingismaður.

Foreldrar hennar voru Skúli Thoroddsen og Theódóra Thoroddsen.Katrín-Thoroddsen

Katrín útskrifaðist með stúdentspróf 1915 og læknapróf frá Háskóla Íslands árið 1921.

Hún fór í framhaldsnám til Noregs og dvaldi um tíma í Þýskalandi.

Katrín var fyrst íslenskra kvenna sem skipuð var héraðslæknir. Hún starfaði síðar sem læknir í Reykjavík og sérhæfði sig í barnalækningum.

Hún varð varaþingmaður 1945 og var síðan þingmaður fyrir Sósíalistaflokkinn árin 1946–1949. Þá var hún bæjarfulltrúi fyrir saman flokk 1950–1954.

Hún var virk í Kvenréttindafélagi Íslands og var meðal annars formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna sem ætlaður var til að styðja ungar konur til náms.

Árið 1931 hélt hún frægan fyrirlestur sem bar heitið: „Frjálsar ástir: erindi um takmarkanir barneigna“.

Ítarefni:

Elín Briem

Elín Briem (1856–1937)  var skjólastjóri Kvennaskólans á Ytri-Ey í Austur Húnavatnssýslu 1883–1885 ElínBriemog stofnaði síðar Hússtjórnarskóla Reykjavíkur.

Elín var við nám í skóla Nathalie Zahle í Kaupmannahöfn árin 1881-1883.

Hún skrifaði bókin Kvennafræðarinn sem kom út áramótin 1888–1889 og naut mikilla vinsælda.

Ítarefni:

Einkaskjalasafn hennar er varðveitt á Kvennasögusafni.

Halldóra Bjarnadóttir

Halldóra Bjarnadóttir (1873–1981) kennari og skólastjóri á Akureyri, ritstjóri Hlínar og mikilvirk  í félagsstarfi norðlenskra kvenna.

Mynd af vef Kvennasögusafnsins
Mynd af vef Kvennasögusafnsins.

Halldóra leiddi framboðslista kvenna við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri árið 1921 og náði kjöri.

Halldóra átti sæti á Kvennalistanum sem bauð fram til alþingis 1922.

Ítarefni:

  • Kvennasögusafn
  • Halldóra Bjarnadóttir: ævisaga, Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skrásetti. (Reykjavík: Setberg 1960)
  • Wikipedia

Á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi er ein deild tileinkuð Halldóru. Hér má lesa um hana: http://textile.is/halldorustofa/

Inga Lára Lárusdóttir

Inga Lára Lárusdóttir (1883–1949) kennari í Reykjavík og ritstjóri mánaðarblaðsins 19. júní.

Mynd í vörslu Ljósmyndasafns Ísafjarðar.
Mynd í vörslu Ljósmyndasafns Ísafjarðar.

„…ljúf kona og hörð í horn að taka, ef henni var veittur átroðningur, hjarta hennar var hlýtt og viljinn einbeittur.“

Ragnheiður E. Möller, Þjóðviljinn 1949

Hún átti virkan þátt í störfum Kvenréttindafélags Íslands og sat um tíma í stjórn félagsins.

Hún var bæjarfulltrúi  í bæjarstjórn Reykjavíkur 1918–1922.

Hún átti sæti á lista Kvennalistans sem bauð fram til alþingis árið 1922.

Meðal annarra félagsstarfa hennar má nefna:

  • sat í stjórn Mæðrastyrksnefndar
  • tók þátt í störfum Slysavarnadeildar kvenna í Reykjavík
  • sat í stjórn Kvennaheimilisins  sem byggði Hallveigarstaði, félagsheimili Kvenréttindafélags Íslands
  • var  ritari Landspítalanefndar þar til hún tók við sem formaður árið 1941 og sinnti hún því starfi fram á dauðadag 1949
  • var fulltrúi Kvenréttindafélags Íslands  á Kvennastórþinginu í Stokkhólmi 1911
  • sótti tvisvar alþjóðaþing kvenna (The International Counsel of Women), í Osló 1920 og í Washington í Bandaríkjunum 1925

Ítarefni:

Sigþrúður Friðriksdóttir

sigþrúður
Mynd af sarpur.is

Sigþrúður Friðriksdóttir varð fyrsti formaður Hins íslenska kvenfélags þegar það var stofnað 26. janúar 1894. Hún var gift Jóni Péturssyni háyfirdómara og talið er að velgengi félagsins sé að hluta til tengd því hve áhrifamiklar konur völdust til forystu í því.

Það var viturlega skipað i 18 kvenna nefndina. Háyfirdómarafrúin var kjörin forseti. Hún hafði efni góð og góð húsakynni. Hún var höfðingi í lund og fyrirmannleg að vallarsýn. Um hana hlutu konur bæjarins að fylkja sér.

– Ragnhildur Pétursdóttir, „Fimmtíu ára minning Hins íslenska kvenfélags“, Nýtt kvennablað 1. maí 1944, bls. 1

Hún sat um tíma í ritnefnd ársriti félagsins

Hún var stjúpmóðir Jarþrúðar Jónsdóttur.

Ítarefni:

Theodóra Thoroddsen

Theodóra Thoroddsen (1863–1954) var skáld og kvenréttindakona.Theodora_Thorodddsen

Hún fæddist í Dölunum og var dóttir Guðmundar Einarssonar og Katrínar Ólafsdóttur Sívertsen.

Hún útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1879 og giftist Skúla Thoroddsen árið 1884.

Þulur eftir hana voru fyrst gefnar út árið 1916 en ýmis kvæði, sögur og stökur höfðu verið birtar annars staðar, eins og til dæmis í Mánaðarriti Lestrarfélags kvenna í Reykjavík. En hún sat jafnframt um tíma í stjórn Lestrarfélagsins.

Hún tók virkan þátt í kvenréttindabaráttu á Íslandi og var í 4. sæti á Kvennalistanum sem bauð fram til Alþingis árið 1922.

Ítarefni:

Einkaskjöl Theodóru Thoroddsen eru varðveitt á handritasafni.

Jarþrúður Jónsdóttir

Jarþrúður Jónsdóttir (1851–1924) var ritstjóri Framsóknar í nokkur ár.jarþrúður jónsdóttir

Á sínum yngri árum dvaldi hún við nám bæði í Danmörku og Skotlandi

Hún starfaði seinna sem kennari í Kvennaskólanum í Reykjavík.

Hún starfaði eitt ár, 1889, við þingskriftir, fyrst íslenskra kvenna.

Hún varð ritstjóri Framsóknar árið 1899 eftir að hún keypti blaðið ásamt Ólafíu Jóhannsdóttur. Þær ritstýrðu því í þrjú ár til áramóta 1901–1902.

Hún var ritari og einn af stofnendum  Hins íslenska kvenfélags auk þess að vera í mörg ár virk  Thorvaldsensfélaginu.

Árið 1886 gaf hún út bókina: Leiðarvísir  til  að  nema  ýmsar  kvennlegar  hannyrðir ásamt Þóru Pjetursdóttur og Þóru Jónsdóttur.

Ítarefni:

Olympe de Gouges

Olympe de Gouges (1748–1793) skrifaði ritið: „Yfirlýsing um rétt konunnar og borgarinnunnar“ (fr. Déclaration des droits de la femme et de la

Olympe de Gouges leidd undir fallöxina
Olympe de Gouges leidd undir fallöxina

citoyenne) árið 1791 sem andsvar við mannréttindayfirlýsingunni frá 1789 þar sem aðeins var fjallað um rétt karlmanna.

Olympe de Gouges var fædd árið 1748 í Montauban í Frakklandi. Hún starfaði sem leikritaskáld, barðist fyrir lýðræði og kvenréttindum þangað til hún var handtekin árið 1793 og leidd undir fallöxina sama ár.

Ítarefni:

Kristín Eggertsdóttir

Kristín Eggertsdóttir (1877–1924) var fyrsta konan sem kosin var í bæjarstjórn á Akureyri.Kristín Eggertsdóttir

Hún var menntuð úr Kvennaskólanum á Laugalandi og var við nám í Noregi árið 1905–1907.

Kristín starfaði um tíma við kennslu og varð síðan forstöðukona Sjúkrahússins á Akureyri árið 1907.

Kristín var kosin í bæjarstjórn Akureyrar árið 1911 af sérstökum kvennalista.

Listinn hlaut 17% atkvæða og sat Kristín í bæjarstjórn í þrjú ár. Í bæjarstjórnartíð sinni sat hún í kjörstjórn, skólanefnd og fátækranefnd.

Eftir að hafa verið í bæjarstjórn snéri hún sér að því að reka greiðasölu. Árin 1913–1914 var hún í Englandi og Danmörku og eftir það rak hún hótel á Oddeyri.

Hún tók virkan þátt í kvenfélaginu Hlíf og gaf fé til að styrkja konur til náms.

Ítarefni: