Hulda Jakobsdóttir

Hulda Jakobsdóttir  (1911–1998) var fyrsta konan til að verða bæjarstjóri. Hún var bæjarstjóri í Kópavogi 1957–1962.hulda jakobsdóttir

Hulda var við nám í Miðbæjarskólanum og Menntaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1931. Hún lauk cand. phil. prófi frá Háskóla Íslands 1932 og lærði seinna frönsku við sama skóla.

Hún starfaði sem gjaldkeri og erlendur bréfritari hjá Efnagerð Reykjavíkur frá 1932 til 1940.

Hulda átti þátt í að stofna Leikfélag Kópavogs, hún var formaður sóknarnefndar Kópavogssóknar og einn helsti hvatamaður þess að Kópavogskirkja var byggð.

Hennar helstu baráttumál sem bæjarstjóri voru menntamál ásamt byggingu kirkju, félagsheimilis og sundlaugar.

Seinna starfaði Hulda sem umboðsmaður Brunabótafélags Íslands og sat aftur sem bæjarfulltrúi 1970-1974.

Hulda var gerð að heiðursborgara Kópavogs árið 1976 og hún var sæmd riddarakrossi 1994.

Ítarefni:

Sólveig Jónsdóttir

Sólveig Jónsdóttir (frá Múla) (1884–1962) var fyrsta konan sem var kosin í bæjarstjórn Seyðisfjarðar.sólveig jónsdóttir

Hún var einn af stofnendum kvenfélagsins Hvik á Seyðisfirði sem stofnað var 27. október 1900.

Hún var kosin í bæjarstjórn Seyðisfjarðar 1910 og sat þar til 1913.

Við það tilefni sagði í Austra:

„Þetta, er í fyrsta sinn, sem kona er kosin í bæjarstjórn eða sveitarstjórn hér eystra og er því  ástæða til að gleðjast yfir því,  fyrir alla þá, sem unna kvennfólkinu þeirra réttmætu réttinda, og vona, að þær sýni nú í verkinu vit sitt og framkvæmdarsemi.“

Austri 8. janúar 1910, bls. 3

Hennar helstu baráttumál í bæjarstjórn voru á sviði heilbrigðismála.

Seinna fluttist Sólveig ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna og bjó síðustu árin sín Baltimore.

 Ítarefni:

Jóhanna Sigurðardóttir

jóhanna sigurðardóttirJóhanna Sigurðardóttir (f. 1942) varð fyrsti kvenkyns forsætisráðherra á Íslandi árið 2009.

Ríkisstjórn hennar var sú fyrsta í Íslandssögunni sem var jafnt skipuð konum og körlum.

Jóhanna er sá þingmaður sem lengst hefur setið á alþingi en hún var alþingismaður frá 1978–2013.

Hún var félagsmálaráðherra 1987–1994 og 2007–2009.

Áður en hún varð alþingismaður starfaði hún sem flugfreyja og skrifstofumaður.

Jóhanna var fyrsta opinberlega samkynhneigða konan í öllum heiminum til að verða forsætisráðherra.

Hennar helstu baráttumál sem stjórnmálamaður voru á sviði velferðar- og félagsmála.

Ítarefni:

Sigurlaug Bjarnadóttir

Sigurlaug Bjarnadóttir (f. 1926) var kosin á þing 1974.Sigurlaug Bjarnadóttir

Hún hefur auk þess starfað sem kennari, blaðamaður og borgarfulltrúi.

Sigurlaug hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum í félagssamtökum, til að mynda sem  formaður Æðarræktarfélags Íslands og sem formaður Félags frönskukennara á Íslandi.

Meðal þeirra mála sem hún barðist fyrir á þingi var  frumvarp sem hún lagði fram árið 1965 (með Ragnhildi Helgadóttur) sem tryggði að konur, sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar, nytu atvinnuleysisbóta í 90 daga.

Á Kvennafrídaginn 24. október 1975 flutti hún: „Alþingismannahvatningu“ ásamt Svövu Jakobsdóttur.

Þar sagði Sigurlaug meðal annars:

„Þrjár konur af 60 kjörnum fulltrúum á Alþingi. Það er staðreynd, sem ekki er til að státa af og hlýtur að vera okkur áminning um, að við höfum ekki notað sem skyldi þann rétt, sem við hlutum fyrir meira en hálfri öld, og kostað hafði harða baráttu hugumstórra hugsjónakvenna – og karla fyrir málstað okkar.“

-Ávarpið má lesa á vef Kvennasögusafnsins hér.

 Ítarefni:

Rannveig Þorsteinsdóttir

Rannveig Þorsteinsdóttir (1904–1987) var kosin á þing 1949. Það var í fyrsta skipti sem tvær konur sátu á alþingi á sama tíma.

Rannveig var fyrst íslenskra kvenna sem fékk rétt til þess að flytja mál fyrir Hæstarétti.Rannveig Þorsteinsdóttir

Hún var mörg ár í stjórn Ungmennafélags Íslands og var virk í félagi íslenskra háskólakvenna.

Rannveig er  heiðursfélagi í  Lögmannafélagi Íslands og Kvenfélagasambandi Íslands.

Hún starfaði um tíma með Kvenréttindafélagi Íslands.

Í viðtali við 19. júní sem tekið var í tilefni þess að hún varð hæstaréttarlögmaður lét hún þessi orð falla:

„Konur eiga nú að mörgu leyti hægra um vik en áður. Og íslenzkar konur eru að mínum dómi búnar þeim hæfileikum, að, þær geta, ef þær óska, sótt fram í fremstu raðir við hlið karlmanna.“

Valborg Bentsdóttir „Kona í hæstarétti“, 19. júní, 19. júní 1959 bls. 30-31.

Ítarefni:

Kristín L. Sigurðardóttir

Kristín L. Sigurðardóttir (1898–1971) var kosin á þing 1949. Það var í fyrsta skipti sem tvær konur Kristín L Sigurðardóttirsátu á alþingi á sama tíma.

Kristín var við nám í Lýðskólanum á Hvítárbakka 1913–1915.

Kristín starfaði sem húsmóðir og við verslunar- og skrifstofustörf. Auk þess sinnti hún margvíslegum trúnaðarstörfum innan hinna ýmsu félagasamtaka. Hún sat til að mynda í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1952–1968 og var formaður framkvæmdanefndar Hallveigastaða 1950–1966.

Þegar Kristín og Rannveig Þorsteinsdóttir voru kosnar var skrifað í Nýja kvennablaðið:

„Fögnum við hinum tveim nýkjörnu kvenþingmönnum fyrir hönd kvennasamtakanna og kvenna um land allt, og treystum því, að þær fái einhverju áorkað í áhugamálum okkar. Vitum við, að til þess hafa þær fullan vilja.“

Nýtt Kvennablað 1. nóvember 1949, bls. 7

Ítarefni:

Svava Jakobsdóttir

Svava Jakobsdóttir (1930–2004) rithöfundur og alþingismaður.svava jakobsdóttir

Hún skrifaði smásögur og skáldsögurnar Leigjandinn og Gunnlaðar saga auk ýmissa leikrita.

Svava var alþingismaður 1971–1979.

Hennar helstu baráttumál voru jafnréttis- og velferðamál auk þess mál sem vörðuðu menningu og listir.

Ítarefni:

Einkaskjalasafn Svövu er varðveitt á handritasafni

Auður Auðuns

Auður Auðuns (1911–1999) var fyrsta konan sem útskrifaðist á Íslandi sem lögfræðingur og fyrsta konan sem auður auðunsvarð borgarstjóri Reykjarvíkur og ráðherra á Íslandi.

Auður lauk stúdentsprófi 1929 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1935, fyrst íslenskra kvenna.

Hún starfaði sem lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar árin 1940–1960. Hún var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík árin 1946–1970. Hún var fyrsta konan til að verða borgarstjóri en hún gegndi því embætti 1959–1960 ásamt Geir Hallgrímssyni.

Auður var kosin á þing 1959.

Hún var skipuð dóms- og kirkjumálaráðherra 1970 og gegndi því embætti til 1971.

Hún var virk í Kvenréttindafélagi Íslands og gerð að heiðursfélaga þess árið 1985 þegar félagið varð 70 ára.

Ítarefni:

Guðrún Lárusdóttir

Guðrún Lárusdóttir (1880–1938) var bæjarfulltrúi, alþingismaður, rithöfundur og þýðandi.guðrún lárusdóttir

Hún byrjaði snemma að skrifa og fyrstu sögurnar sem hún þýddi birtust í Framsókn. Fyrsta frumsamda rit hennar, Ljós og skuggar kom út í þremur hlutum árin 1903-1905.

Hún tók þátt í margvíslegu félagsstarfi í Reykjavík og átti meðal annars þátt í að stofna Húsmæðrafélag Reykjavíkur.

Guðrún var kosin í bæjarstjórn Reykjavíkur af kvennalista árið 1912. Sem bæjarfulltrúi sat hún í skólanefnd ásamt því að vera fátækrafulltrúi.

Árið 1930 var Guðrún kjörin á þing og varð þá önnur konan hér á landi til að gerast alþingismaður.

Á Alþingi beitti hún sé helst fyrir ýmsum mannúðarmálum.

Ítarefni:

Ragnhildur Helgadóttir

Ragnhildur Helgadóttir (1930–2016) var kosin forseti Alþingis fyrst Ragnhildur Helgadóttiríslenskra kvenna árið 1961.

Hún var kosin á Alþingi árið 1956. Hún var menntamálaráðherra 1983–1985 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985–1987.

Ragnhildur lauk stúdentsprófi 1949, lögfræðiprófi 1958 og varð hæstaréttarlögmaður 1965.
Ragnhildur starfaði meðal annars sem lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar 1959–1960 og 1964–1971.

Sjá þáttinn „Þær þrjár“ í þáttaröðinni Öldin hennar (RÚV)

Ítarefni: