A Vindication of the Rights of Woman

vindication

Árið 1792 kom út bókin A Vindication of the Rights of Woman: with Strictures on Political and Moral Subjects eftir rithöfundinn og heimspekinginn Mary Wollstonecraft.

Þar heldur Mary Wollstonecraft því fram að það sé nauðsynlegt hverri þjóð að konur fái sömu menntun og karlmenn því þær sjái um uppeldi barnanna og því þá geti þær orðið félagar eiginmanna sinna en ekki bara eiginkonur. Þannig myndi ekki einungis hagur þjóðanna batna heldur myndi hagur og staða konunnar í samfélaginu jafnframt batna, sem þær ættu skilið, þar sem þær væru engu minni skynsemisverur en karlmenn og því ættu þær að njóta sömu grundvallarréttinda og þeir. Auk sömu tækifæra þegar kemur að menntun þá ættu þær að hafa sömu tækifæri til atvinnuþátttöku og fjárhagslegs sjálfstæðis og karlmenn hefðu.

Bókin vakti mikla athygli og ruddi brautina fyrir frekari skrif um réttindi kvenna.

Ítarefni: