Ásta Kristín Árnadóttir

3. júlí 1883 - 4. febrúar 1955

ástaÁsta Árnadóttir (1883–1955) lauk iðnmeistaraprófi í Þýskalandi, fyrst Íslendinga árið 1909. Ásta var jafnframt fyrsta íslenska konan sem lauk iðnnámi.

Ásta hóf sitt málaranám árið 1903 hjá Berthelsen málara í Reykjavík. Stuttu síðar fór hún til Danmerkur og þaðan lauk hún sveinsprófi þann 5. apríl 1907, fyrst kvenna.

Eftir það hóf hún nám í Hamborg Þýskalandi og lauk þaðan meistaraprófi árið 1909.

Árið 1913 gekk Ásta í Kvenréttindafélag Íslands og var seinna sama ár kosin ritari félagsins.

Seinna fluttist hún til Bandaríkjanna og síðustu æviárin sín tók hún upp listmálun og málaði landslags- og portrettmyndir.

Um ástæðu þess að hún hóf málaranám og viðbrögð samferðamanna sinna sagði hún í viðtali við Eimreiðina 1911:

Fyrst datt mér í hug að verða sjómaður. Mínir aflgóðu útlimir og ágæta sjón hefði sjálfsagt gert mig hæfa til þess. En af tilviljun kyntist ég málaraiðninni og fékk meiri og meiri löngun til að verða málari. Og svo réðst ég í málaranám hjá Berthelsen málara í Reykjavík 1. marz 1903, þó allir hæddu mig og göbbuðu fyrir vikið“.

Ítarefni:

Tengdir atburðir

1790
1800
1810
1820
1830
1840
1850
1860
1870
1880
1890
1900
1910
1920
1930
1940
1950
1960
1970
1980
1990
2000
2010